Gæðaskjal númer....: EBL-086
Útgefið.........................:
Útgáfa..........................: 0.0
Ábyrgðarmaður........:
Kafli...............................: 09.02 Landbúnaður

Línubrjótar - Förgun á bótaskyldu fé

Skjalið tengist vinnulýsingu VLY-036 Slátrun - heilbrigðisskoðun. Þetta eyðublað / tilkynning kemur oftast frá dýralækni í sláturhúsi eða starfsmanni sláturhúss. Starfsmaður rekstrarsviðs MAST tekur saman hversu miklar bætur viðkomandi bóndi á að fá. Starfsmaður rekstrarsviðs MAST sendir lista með kennitölum til fagsviðsstjóra á Búnaðarstofu og hann setur við þau reikningsnúmer. Ef það vantar reikningsnúmer hringir starfsmaður rekstrarsviðs MAST í viðkomandi og fær það gefið upp eins líka ef kennitala reiknings passar ekki saman við kennitölu þess sem fær bæturnar. Starfsmaður rekstrarsviðs MAST sendir listann í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til Guðrúnar Jónsdóttur gudrun.jonsdottir@slr.stjr.is , hún sér um að bæturnar verði greiddar. Því næst sendir starfsmaður rekstrarsviðs MAST bréf til viðkomandi bónda þar sem honum er tilkynnt að MAST hafi farið fram á að þessar bætur verið greiddar og þá inn á uppgefinn reikning, bóndinn fær líka afrit af tilkynningunni. Þetta er allt vistað í málakerfi fyrir hvert ár í máli sem heitir Línubrjótar. Við úrvinnslu erindis skal fylgt VLY-037 Erindi - móttaka og úrvinnsla. Eyðublaðið er aðgengilegt á vef MAST.

Línubrjótar - Förgun á bótaskyldu fé

Ferlar
VRF-021 Eftirlit

Tilvísanir í staðla
ISO 9001:2015 Gæðastjórnunarkerfi

Tengd gæðaskjöl
VLY-036 Daglegt eftirlit í sláturhúsum
VRF-021 Eftirlit