Gæðaskjal númer....: VRF-036
Útgefið.........................: 16.10.2017
Útgáfa..........................: 4.0
Ábyrgðarmaður........: Sviðsstjóri Dýraheilsu
Kafli...............................: 05.04 Móttaka tilkynninga

Móttaka tilkynninga um sjúkdóma og sjúkdómsvalda

Tilgangur verkferilsins er að tryggja samræmd vinnubrögð við móttöku og ákvörðun viðbragða vegna tilkynninga sem berast MAST um sjúkdóma, sjúkdómsvalda og sníkjudýr. Verkferillinn gildir fyrir allar tilkynningar um tilkynningarskylda sjúkdóma og sjúkdómsvalda sem berast frá rannsóknastofum, sóttvarnalækni, dýralæknum ofl. Hún gildir einnig fyrir tilkynningar um nýja eða óþekkta sjúkdóma, sjúkdómsvalda og sníkjudýr. Verkferillinn gildir ekki fyrir tilynningar um alvarlega dýrasjúkdóma, þá gildir VRF-024. Verkferillinn gildir ekki fyrir tilkynningar um matarsýkingar, þá gildir VRF-025.

Móttaka tilkynninga um sjúkdóma og sjúkdómsvalda